Framsókn fagnar sigri í kosningunum

Framsóknarflokkurinn kemur sigri hrósandi út úr kosningunum í Norðausturkjördæmi í Alþingiskosningunum í gær. Flokkurinn fékk 25 prósent atkvæða og þrjá menn kjörna en var með tvo áður. Flokkur vinnur einnig stórsigur og náði manni á þing í fyrsta skipti. Sjálfstæðisflokkur dalaði örlítið miðað við í síðustu kosningum en heldur sínum tveimur mönnum, VG tapaði talsverðu fylgi en halda þrátt fyrir það tveimur mönnum. Miðflokkur hlaut afhroð í kjördæmi formannsins en fær eitt þingsæti miðað við tvö í síðustu kosningum..

   • Framsóknarflokkur 25% - 3 þingmenn
    Ingbjörg Isaksen, Líneik Anna Sævarsdóttir og Pétur Ingi Þórarinsson. (6.016 atkvæði)   
   • Sjálfstæðisflokkur 18,5% - 2 þingmenn
    Njáll Trausti Friðbertsson og Berglind Ósk Guðmundsdóttir. (4.346 atkvæði) 
   • Vinstri græn 12,9% -  2 þingmenn
    Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Jódís Skúladóttir, uppbótarþingmaður. (3.040 atkvæði)
   • Samfylkingin 10,5% -  1 þingmaður
    Logi Már Einarsson. (2.465 atkvæði) 
   • Miðflokkurinn 8,9% - 1 þingmaður
    8,9% -Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. (2.092 atkvæði) 
   • Flokkur fólksins 8,6% - 1 þingmaður
    Jakob Frímann Magnússon. (2.026 atkvæði)

Viðreisn 5,4% (1.263 atkvæði),  Píratar 5,3% (1.256 atkvæði), Sósíalistaflokkur Íslands 4,1% (954 atkvæði) og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn 0,3% (78 atkvæði) fengu ekki þingmann.


Athugasemdir

Nýjast