02. mars, 2008 - 14:24
Fréttir
Framkvæmdir við menningarhúsið Hof á Akureyri ganga vel og eru á áætlun. Frágangi utanhúss, þ.e. klæðning, gluggar og
hurðir, á að vera lokið 1. apríl næstkomandi samkvæmt tilboði. Guðríður Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Fasteigna
Akureyrarbæjar, segir að vel gangi að setja klæðningu utan á húsið og þá sé unnið af fullum krafti við að glerja, „en
það er heilmikið eftir innandyra, vinna við innréttingar fer að hefjast," segir hún.
Fjöldi manns vinnur nú í byggingunni og hafa framkvæmdir gengið með ágætum, veður hefur ekki tafið byggingaframkvæmdir að sögn
Guðríðar. Hún segir að stefnt sé að því að opna húsið fullbúið vorið 2009.