Þá er einnig verið að byggja nýjan knattspyrnuvöll fyrir Þór á svokölluðu Sunnuhlíðarsvæði og er langt komið með að tyrfa hann. Vinna er í fullum gangi á svæðinu sunnan Hamars og þá er verið að grafa út fyrir nýju stúkunni. Sigfús Ólafur Helgason formaður og framkvæmdastjóri Þórs segir að framkvæmdir gangi vel.
"Það er virkilega gaman að sjá svæðið taka breytingum nánast á hverjum klukkutíma og fátt sem bendir til annars en að hér verði eitt glæsilegasta íþróttasvæði landsins í framtíðinni. Það eru því spennandi tímar framundan og hér eru hlutirnir að gerast í mikilli sátt, eftir frekar erfiða fæðingu, til heilla fyrir félagið í framtíðinni," sagði Sigfús Ólafur.