17. maí, 2010 - 10:47
Fréttir
Í morgun hófust framkvæmdir í Hafnarstræti 98 og munu þær standa yfir í um tvær vikur. Um er að ræða vinnu við að
hreinsa innan úr húsinu til að burðarvirki þess komi allt í ljós. SS-Byggir sér um þetta verk. Þegar þessari vinnu
lýkur verður hægt að meta með meiri vissu en áður hvað ætla megi að endurbygging hússins muni kosta.
Ekki er fyrirliggjandi hvað þarna verður gert í framtíðinni, en unnið hefur verið að tilteknum hugmyndum. Framkvæmdirnar sem nú standa
yfir munu leiða í ljós hvert raunverulegt ástand hússins er þ.e. burðarvirkisins og það mun síðan hafa áhrif á hvernig
málin þróast.