Frábært tækifæri að mæta FH

„Ég er bara mjög ánægður með að fá tækifæri til þess að spila við eitt besta lið Íslands,” segir Sandor Matus fyrirliði KA. Norðanmenn eiga verðugt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar þeir sækja FH heim á Kaplakrikavöll kl. 18:00 í 8- liða úrslitum VISA- bikarkeppni karla. KA sló Grindavík út í 16- liða úrslitum eftir vítaspyrnukeppni sl. fimmtudag og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í kvöld.

Nánar í Vikudegi í dag

Nýjast