Frábær árangur Vilhelms á ÍM í 25 m laug

Keppendur frá Sundfélaginu Óðni gerðu fína hluti á Íslandsmeistaramóti fatlaðra í 25 m laug sem fram fór í Laugardagslauginni sl. helgi. Níu keppendur voru frá Óðni á mótinu og vann félagið til alls 30 verðlauna.

Þar fór fremstur í flokki Vilhelm Hafþórsson sem vann níu einstaklingsverðlaun, fjögur gull og fimm silfurverðlaun.Vilhelm sigraði í 50 m baksundi, 100 og 50 m flugsundi og 100 m fjórsundi og varð annar í 50, 200 og 100 m skriðsundi, 100 m bringu og 100 m baksundi. Lilja Rún Halldórsdóttir sigraði í 100 m bringusundi, fékk silfurverðlaun í 400 m skriðsundi og 50 m bringusundi og bronsverðlaun í 50 m skriðsundi. Jón Gunnar Halldórsson sigraði í 50 m bringusundi og hlaut bronsverðlaun í 100 m bringusundi og 50 m baksundi. Kristján Einarsson sigraði í 50 m bringusundi og fékk silfur í 50 m skriðsundi.

Þá fékk Axel Birkir Þórðarson silfurverðlaun í 50 m baksundi og 50 m  bringusundi, Breki Arnarsson hlaut bronsverðlaun í 50 m bringusundi og Karen Alda Mikaelsdóttir fékk einnig brons í 50 m bringusundi. Þá vann A-sveit Óðins til silfurverðlauna í 4x50 m skriðsundi og 4x50 m fjórsundi. Sveitina skipuðu þeir Vilhelm Hafþórsson, Jón Gunnar Halldórsson og Kristján Einarsson.

Nýjast