Frábær árangur UMSE og UFA á MÍ

Frjálsíþróttafélögin, UFA og UMSE, náðu góðum árangri á Meistaramóti Íslands, 11-14 ára, í frjálsum íþróttum sem fram fór á Laugum um síðustu helgi. Hjá UMSE sigraði Maciej Magnús Szymkowiak í kúluvarpi í flokki 12 ára en hún kastaði kúlunni 11, 92 m. Þá vann boðsveit félagsins 4x100m boðhlaup í flokki 11 ára stelpna en þær urðu einnig Íslandsmeistarar félagsliða í sínum flokki í frjálsum með miklum yfirburðum. Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir sigraði í hástökki 13 ára telpna með stökki upp á 1,55m. Loks urðu strákarnir í flokki 12 ára Íslandsmeistarar félagsliða í sínum flokki. Auk þess vann félagið til þriggja silfurverðlauna og fimm bronsverðlauna á mótinu og endaði UMSE í fimmta sæti í heildarstigakeppninni. 

UFA krakkarnir stóðu sig einnig vel á mótinu á Laugum. Kolbeinn Höður Gunnarsson, 13 ára, varð Íslandsmeistari í 100- 800- og 80m grindahlaupi og í hástökki í sínum flokk. Andri Már Bragason, 14 ára, varð Íslandsmeistari í 100- og 80m grindahlaupi og í langstökki. Hjalti Björnsson, 14 ára, varð Íslandsmeistari í spjótkasti og Valþór Karlsson ,11 ára, varð Íslandsmeistari í kúluvarpi. Þá vann félagið einnig til fjögurra silfurverðlauna og fimm bronsverðlauna á mótinu og hafnaði í þriðja sæti í heildarstigakeppninni.

Nýjast