08. maí, 2010 - 17:27
Fréttir
Keppni í 1. deild karla á Íslandsmótsinu í knattspyrnu hefst á morgun, sunnudag þar sem Akureyrarliðin Þór og KA verði í
eldlínunni sem fyrr. Þór á heimaleik í fyrstu umferð og fær Fjölni í heimsókn á Þórsvöllinn kl. 14.00 en
KA sækir Þrótt heim til Reykjavíkur.
Efsta deild karla, eða Pepsi deildin, hefst á mánudag með einum leik og fimm leikjum daginn. Keppni í Pepsi deild kvenna hefst svo næstkomandi fimmtudag með
heilli umferð. Þór/KA á útileik gegn Grindavík. Þá er Visa-bikarkeppnin komin í fullan gang.