Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mun ræða um stöðuna og framtíðarsýn Alþýðusambandsins. Áhersla verður lögð á fyrirspurnir úr sal þar sem formenn landssambanda og forseti ASÍ munu sitja fyrir svörum. Alls verða haldnir sjö fundir vítt og breitt um landið en sá síðasti þeirra verður útifundur á Ingólfstorgi í Reykjavík fimmtudaginn 27. nóvember nk.