Forseti ASÍ fundaði með stjórn Einingar-Iðju

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, fundaði með stjórn Einingar-Iðju fyrir helgi en fundurinn var liður í fundarferð Gylfa með öllum stjórnum aðildarfélaga um land allt. Tilefni fundarferðarinnar er að kynna fyrir stjórnunum fyrirhugaðar skipulagsbreytingar á ASÍ og einnig komandi kjarasamninga.  

Fundurinn var bæði fróðlegur og góður og urðu miklar umræður um fundarefnin, segir á vef félagsins. Gylfi byrjaði á því að fara yfir tillögur sem miðstjórn ASÍ sendi til félaganna varðandi breytingar á skipulagi ASÍ. Hann fór svo yfir stöðuna í kjaramálum, bæði hvað kom út úr síðustu samningum og eins hvað væri framundan. Gylfi fjallaði einnig um stöðugleikasáttmálann, hvað hafði áunnist í honum og hvað hafði ekki gengið eftir, og margt fleira.

Nýjast