Forsetahjónin heimsóttu Hrafnagilsskóla í morgun

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú heimsóttu Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit í morgun, þar sem tekið var vel á móti þeim. Heimsóknin tengist því að Hrafnagilsskóli hlaut Íslensku menntaverðlaunin árið 2007 í flokki skóla sem sinnt hafa vel nýsköpun og farsælu samhengi í fræðslustarfi. Fulltrúar Hrafnagilsskóla tóku á móti forsetahjónunum og fylgdu þeim í íþróttasal skólans, þar sem fram fór dagskrá þeim til heiðurs. Einnig heimsóttu forsetahjónin kennslustofur og kynntu sér kennsluhætti, aðbúnað og viðhorf nemenda. Nánar er fjallað um heimsókn forsetahjónanna í Vikudegi á morgun.  

Nýjast