"Það liggur alveg ljóst fyrir að völlurinn komst ekki fyrir með öryggissvæðum, eins og lög og reglur KSÍ gera ráð fyrir, að óbreyttu. Það hefur verið unnið að því síðustu sólarhringa að leita lausna á þessum málum. Mér skilst að lausnin sé fengin og að KSÍ hafi sætt sig við hana. Það er því algjörlega óþolandi að fólk skuli fara fram með þeim hætti sem fram kemur í bókun stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar og ég mótmæli þessari bókun. Fólk á að kynna sér málið áður en önnur eins þvæla er sett fram í bókun," sagði Sigfús.