Formaður Þórs mótmælir bókun um ranglega merktan völl

Sigfús Ólafur Helgason formaður Íþróttafélagsins Þórs, mótmælir því harðlega sem fram kemur í bókun frá síðasta fundi Fasteigna Akureyrarbæjar og sagt var frá vikudagur.is fyrr í dag. Þar kemur m.a. fram að ekki sé um stóra ágalla að ræða á knattspyrnuvellinum en af einhverjum ástæðum hafi þeir sem merktu völlinn í júlí árið 2009 merkt völlinn ranglega.    

"Það liggur alveg ljóst fyrir að völlurinn komst ekki fyrir með öryggissvæðum, eins og lög og reglur KSÍ gera ráð fyrir, að óbreyttu. Það hefur verið unnið að því síðustu sólarhringa að leita lausna á þessum málum. Mér skilst að lausnin sé fengin og að KSÍ hafi sætt sig við hana. Það er því algjörlega óþolandi að fólk skuli fara fram með þeim hætti sem fram kemur í bókun stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar og ég mótmæli þessari bókun. Fólk á að kynna sér málið áður en önnur eins þvæla er sett fram í bókun," sagði Sigfús.

Nýjast