25. nóvember, 2010 - 15:27
Fréttir
Starfsfólki auglýsingastofunnar Stíls á Akureyri brá heldur betur í brún eftir hádegi í dag, þegar bíl var ekið
á stóra rúðu og gluggapóst í húsnæði fyrirtækisins við Óseyri . Rúðan brotnaði og fóru glerbrot inn
á mitt gólf. Enginn starfsmaður var við gluggann þegar óhappið varð. Talið er að ökumaðurinn, sem var að leggja í
stæði fyrir utan Stíl, hafi stigð á bensínagjöfina í staðinn fyrir bremsuna. Hann slapp einnig með skrekkinn.