01. október, 2010 - 18:14
Fréttir
Þeir bræður, Kristinn G. og Arngrímur Jóhannssynir, færðu Flugsafni Íslands á Akureyrarflugvelli, málverk af Halldóri Blöndal
að gjöf, sem Kristinn G. málaði. Að sögn Gests Einars Jónassonar safnstjóra Flugsafnsins, var Halldór samgönguráðherra þegar
safnið var sett á fót árið 1999 og studdi hann uppbyggingu þess með ráðum og dáð. Það sé því vel við
hæfi að hengja málverk af Halldóri upp í safninu.
Málverkið var afhent við athöfn í safninu sl. sunnudag og við það tækifæri var jafnframt kynnt Waco flugvél safnsins, sem er samskonar
vél og fyrsta flugvél Flugfélags Akureyrar, sem síðar varð Flugfélag Íslands. Við sama tækifæri færði Halldór
Blöndal Flugsafninu að gjöf, fyrsta gsm farsímann sinn.