Flogið til Húsavíkur

Slökkvibíllinn á Akureyrarflugvelli hefur verið fluttur til Húsavíkur, en slökkviliðsmenn töldu sér ekki heimilt að stöðva þann flutning, þrátt fyrir verkfall. Þeir segja hins vegar að flutningurinn skilji Akureyrarflugvöll eftir óvarinn ef eitthvað kemur þar upp á, en nokkur umferð smærri véla er þar.  Hafa þeir því flutt gamlan dælubíl út á flugvöll svo hann sé til taks  og hægt verði að bregðast hraðar við ef eitthvað kemur upp á.

Nú kl 15:00 er von á því að flugvél Flugfélagsins sem kemur frá Reykjavík lendi á Húsavíkurflugvelli í Aðaldalshrauni og er þegar búið að aka farþegum sem ætla til Reykajvíkur frá Akuryeri austur.

Nýjast