17. ágúst, 2010 - 10:05
Fréttir
Guðrún Karítas Finnsdóttir frá Golfklúbbi Akureyrar náði draumahögginu á Jaðarsvellinum í gær, er hún
fór holu í höggi á 11. braut vallarins. Guðrún sló draumahöggið með sjö járni.
Guðrún er 14 ára gömul og er sjöundi kylfingurinn sem nær því að fara holu í höggi á nokkrum vikum.