Fjórir leikmenn úr 4. flokki KA í handbolta karla voru í síðustu viku valdir í úrtakshóp handboltalandsliðs Íslands skipað leikmönnum fæddum 1992 og síðar. Þessir leikmenn eru Sigþór Árni Heimisson horna- og miðjumaður, Gunnar Bjarki Ólafsson markvörður, Guðmundur Hólmar Helgason miðjumaður og Ásgeir Jóhann Kristinsson skytta.
Þeir Ásgeir, Guðmundur og Gunnar eru allir fæddir árið 1992 en Sigþór árið 1993. Strákarnir hafa leikið mjög vel í vetur hjá liði KA og er þetta mikil viðurkenning bæði fyrir þá og félagið sjálft. Æfingar hjá landsliðinu fara fram um helgina og vonandi að strákarnir nái að sýna sínar bestu hliðar.