Á leiksvæði sem skátar sjá um verður m.a. boðið upp á minigolf, frisbígolf, hoppkastala, hjólabíla, báta og kassaklifur. Einnig verður farið í ratleik og ýmsa hópleiki, eins og t.d. hlaupa í skarðið, pokahlaup, boðhlaup og slíkt. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið stendur fyrir hátíð af þessu tagi. Ýmislegt hefur þó verið í boði fyrir félagsmenn í gegnum tíðina, t.d. hafa félagsmenn farið í ferðir bæði innanlands og utan, fengið leigð orlofshús víða um land og fleira. Nú var ákveðið að bjóða upp á þessa hátíð á Hömrum. Er það von forsvarsmanna Einingar-Iðju að félagsmenn sjái sér fært að koma ásamt fjölskyldum sínum og gera sér glaðan dag með stjórn og starfsfólki. Auk veglegrar skemmtidagskrár verða í boði grillaðar pylsur frá Kjarnafæði og Goða, ásamt drykkjum frá Egils.