Fjölskylduganga í fótspor Nonna á laugardag

Hefur þú séð Nonnasteininn? Hefur þú gengið í fótspor hins ástsæla barnabókarithöfundar Nonna? Ef ekki þá er tilvalið fyrir alla fjölskylduna laugardaginn 11. júní kl. 14.00 að gera sér glaðan dag og ganga í fylgd kunnugra um Nonnaslóð. Þetta er létt og þægileg ganga þar sem farið verður stuttlega yfir lífshlaup Nonna, lesið uppúr bókum hans og staðir skoðaðir sem tengjast lífi hans og sögum.  

Haraldur Þór Egilsson, sagnfræðingur og safnstjóri Minjasafnins á Akureyr,i leiðir gönguna sem tekur rúmlega klukkustund. Lagt verður af stað frá Nonnahúsi kl. 14.00 er gangan þátttakendum að kostnaðarlausu.

Nýjast