Fjölmargir huga að leiðum ástvina sinna

Fjölmargir bæjarbúar huga að leiðum ástvina sinna í kirkjugarðinum á Akureyri á aðfangadag, líkt og hefð er fyrir. Eftir hádegi var þar mikill fjöldi fólks og flest bílastæði upptekin. Ágætt veður hefur verið á Akureyri í dag en nokkuð hvasst á köflum. Vikudagur óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Nýjast