15. mars, 2008 - 18:18
Fréttir
Fjögurra ára stúlka féll niður af handriði rúllustiga í verslun Rúmfatalagersins á Akureyri rétt fyrir hádegi í dag.
Að sögn lögreglunnar á Akureyri féll stúlkan niður um tæpa 6 metra á teppalagt gólf. Lögregla og sjúkralið voru
kölluð út og að sögn lögreglu er ekki vitað um líðan stúlkunnar að stöddu, en hún var flutt á slysadeild til
aðhlynningar, segir á vef Mbl. Verslun Rúmfatalagersins var opnuð í nýju húsnæði í morgun en hún er í viðbyggingu við
Glerártorg.
Nýja verslunin er í mun stærra húsnæði en sú sem fyrir var á Glerártogi. „Þetta er veruleg stækkun, við vorum í
800 fermetra húsnæði á gamla staðnum, en nú verðum við með 1700 fermetra á jarðhæð auk um 1100 fermetra á 2. hæð.
Þetta verður mjög rúmgóð búð," sagði Birgir Reynisson verslunarstjóri Rúmfatalagersins á Akureyri, í samtali við
Vikudag. Hann segir að vöruúrval muni í kjölfarið aukast og þá megi einnig gera ráð fyrir að starfsfólki verði fjölgað.
Nú starfa allt í allt um 30 til 35 manns í versluninni með skólafólki í hlutastarfi. Rúmfatalagerinn er fyrst verslana til að flytja í
viðbyggingu við Glerártorg, „við verðum þarna ein til að byrja með, eða fram í maí," segir Birgir. Hann segir að þar sem
verslunin var áður til húsa verði tengigangur milli eldra og nýrra húsnæðis auk þess sem verslanir verði í hliðarplássum.
Alls verða um 50 verslanir á Glerártorgi þegar það verður allt komið í notkun.