23. ágúst, 2010 - 14:50
Fréttir
Stjórn Akureyrarstofu hefur óskað eftir því að bæjarráð taki stöðu atvinnuátaksverkefna Akureyrarbæjar og
Vinnumálastofnunar til umfjöllunar og taki jafnframt afstöðu til þess hvort veita eigi frekara fjármagni til atvinnuátaksverkefna á
árinu.
Fyrir liggur að fjárveiting ársins 2010 til atvinnuátaksverkefna er uppurin og auknar fjárveitingar þurfa að koma til ef Akureyrarbær á
að taka þátt í fleiri verkefnum.