Fjárfest í nýrri slökkvibifreið fyrir Akureyrarflugvöll

Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær, kaup á nýrri slökkvibifreið fyrir Akureyrarflugvöll, í ljósi breyttra aðstæðna og aukinnar umferðar á flugvellinum. Málið var áður á dagskrá framkvæmdaráðs, þar sem kynntar voru hugmyndir um sameiginleg kaup á slökkvibifreið með Isavia (áður Flugstoðir), sem er betur útbúin og hentar betur til þjónustu við flugvelli og þar með aðra þjónustu sem sinna þarf.  

Eldri slökkvibifreið er orðin gömul og dugir engan veginn til að þjóna sínu hlutverki til framtíðar. SA hefur borist gott tilboð í slökkvibifreið. Framkvæmdaráð samþykkti kaup á nýrri slökkvibifreið miðað við fyrirliggjandi  forsendur, þar sem ljóst er að eldri bifreið muni ekki þjóna hlutverki sínu til framtíðar. Samþykkið er háð þátttöku Isavia í kostnaði við kaupin og sölu eldri bifreiðar og vísaði framkvæmdaráð málinu til bæjarráðs.

Nýjast