Eldri slökkvibifreið er orðin gömul og dugir engan veginn til að þjóna sínu hlutverki til framtíðar. SA hefur borist gott tilboð í slökkvibifreið. Framkvæmdaráð samþykkti kaup á nýrri slökkvibifreið miðað við fyrirliggjandi forsendur, þar sem ljóst er að eldri bifreið muni ekki þjóna hlutverki sínu til framtíðar. Samþykkið er háð þátttöku Isavia í kostnaði við kaupin og sölu eldri bifreiðar og vísaði framkvæmdaráð málinu til bæjarráðs.