Fjár- og stóðréttir í Eyjafirði og Fnjóskadal í haust

Réttarstörf eru að hefjast og næstu daga verður mikið um að vera í Dalvíkurbyggð. Í dag föstudag er réttað í Syðraholtsrétt og Garðshornsrétt. Á morgun laugardag er réttað í Teigsrétt, Hofsrétt og Hofsársrétt. Á sunnudag er svo réttað í Tungurétt. Aðrar fjár- og stóðréttir í Eyjafirði og Fnjóskadal sem vitað er um eru þessar:  

Fjárréttir:

Árskógsrétt á Árskógsströnd laugardag 11. sept.

Glerárrétt við Akureyri laugardag 18. sept.

Glúfurárrétt í Höfðahverfi laugardag 11. sept.

Hraungerðisrétt í Eyjafjarðarsveit laugardag 4. sept.

Illugastaðarétt í Fnjóskadal sunnudag 5. sept.

Lokastaðarétt í Fnjóskadal sunnudag 12. sept.

Möðruvallarétt í Eyjafjarðarsveit laugardag 4. sept.

Reistarárrétt í Arnarneshreppi laugardag 11. sept.

Reykárrétt í Ólafsfirði laugardag 18. sept.

Staðarbakkarétt í Hörgárdal föstudag 10. sept.

Þorvaldsdalsrétt í Hörgárdal laugardag 11. sept.

Þórustaðarétt í Hörgárdal laugardag 11. sept.

Þverárrétt ytri í Eyjafjarðarsveit sunnudag 5. sept.

Þverárrétt í Öxnadal mánudaginn 13. sept.

Stóðréttir:

Þverárrétt ytri í Eyjafjarðarsveit laugardag 2. okt.

Tungurétt í Svarfaðardal laugardag 2. okt.

Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit laugardag 2. okt.

Nýjast