Finnur ehf. umboðsaðili á Akureyri fyrir Steypustöðina

Fyrirtækið Finnur ehf. er orðið umboðsaðili á Akureyri fyrir Steypustöðina og selur nú steyptar hellur af ýmsum stærðum og gerðum fyrir innkeyrslur, hleðslur og garðinn, svo eitthvað sé nefnt.  

Salan hófst í síðustu viku og segir Björn Hákon Sveinsson, lagerstjóri, að salan hafi farið vel af stað. „Við erum strax búnir að selja þó nokkuð af hellum og þetta lítur bara mjög vel út. Ég get ekki verið annað en sáttur við þessa byrjun og svo er bara að sjá hvernig vinnst úr þessu," segir Björn. 

Nýjast