Slippurinn Akureyri ehf. gerði á sínum tíma samning við skiptastjóra þrotabús Slippstöðvarinnar um leigu á húsnæði, vélum og tækjum og yfirtók leigusamning Slippstöðvarinnar á upptökumannvirkjum á athafnasvæðinu, sem eru í eigu Hafnasamlags Norðurlands. Tveir fyrrum verkefnisstjórar Slippstöðvarinnar hafa verið í forsvari félags, þeir Anton framkvæmdastjóri, og Sigtryggur Guðlaugs verkefnisstjóri, en auk þeirra eru hluthafar nokkrir einstaklingar og fyrirtæki.
Einnig voru mættir í hádegismat í dag þeir Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri og Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar, Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja og stjórnarmaður í Slippnum og Kristján Ásgeirsson fjármálastjóri Málningar og formaður stjórnar Slippsins Akureyri.