Í september sl. voru skráð 77 umferðarlagabrot í umdæmi lögreglunnar á Akureyri, 124 í september í fyrra og 121 í sama mánuði 2008. Þá voru skráð 29 hegningarlagabrot í síðasta mánuði, 81 í september í fyrra og 73 í september 2008.
Stærsti hluti hegningarlagabrota er á höfuðborgarsvæðinu, eða77%, samkvæmt yfirlitinu. Þar sem brot eru færri er þróun þeirra viðkvæmari milli ára og varast ber að lesa mikið í þær breytingar, sérstaklega ef þær eru tilviljunarkenndar. Til að mynda var fjöldi brota á Vestfjörðum 33 brot í september síðastliðnum ,aðeins átta yfir sama tímabilí fyrra, en 45 í september 2008. Helst má sjá mismun í fjölda þjófnaða og innbrota. Umferðarlagabrot voru 4.644 sem eru tæplega þúsund fleiri brot en yfir sama tímabil í fyrra og svipaður fjöldi og 2008. Brotin voru færri en síðustu tvö ár í umdæminu á Akranesi, Akureyri, Blönduósi, Borgarnesi, Eskifirði, Sauðárkróki og Seyðisfirði. Fíkniefnabrotin voru 119 talsins en voru um 30% færri í fyrra en um 30% fleiri árið 2008. Flest voru brotin á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri.