FH sigraði Opna Norðlenska mótið

FH fór með sigur af hólmi á Opna Norðlenska mótinu í handbolta sem fram fór í Íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. FH og Akureyri léku til úrslita og hafði FH betur 29:26 en norðanmenn leiddu í hálfleik 13:12. Geir Guðmundsson var markahæstur í liði Akureyrar í leiknum með 11 mörk og Bjarni Fritzson kom honum næstur með 5 mörk. Í liði FH varð það Ásbjörn Friðriksson sem var lang atkvæðamestur með 12 mörk.

Lokaröð liðanna varð eftirfarandi:
1. FH
2. Akureyri
3. – 4. Fram
3. – 4. Valur
5. Grótta
6. Stjarnan

Í mótslok voru veittar eftirfarandi viðurkenningar:
Besti markvörðurinn: Hlynur Mortens Val
Besti varnarmaðurinn: Guðlaugur Arnarsson Akureyri
Besti sóknarmaðurinn: Ásbjörn Friðriksson
Besti leikmaður mótsins: Bjarni Fritzson Akureyri

Nýjast