16. nóvember, 2010 - 13:02
Fréttir
Félagsmálaráð Akureyrarbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum að veita Fjölsmiðjunni á Akureyri rúmar 2,5
milljónir króna í rekstrarstyrk fyrir árið 2010. Jafnframt samþykkti félagsmálaráð að veita Mæðrastyrksnefnd Akureyrar kr.
450.000.- í styrk til kaupa á mat og fleiru.
Þá samþykkti félagsmálaráð að veita Samtökum um kvennaathvarf styrk að upphæð kr. 150.000.