Farið yfir vatnsveitumál í Svalbarðsstrandahreppi

Vinnuhópur hefur verið skipaður í Svalbarðsstrandahreppi til að fara yfir vatnsveitumál með Norðurorku, en fyrirtækið óskaði eftir aðkomu hreppsins að uppbyggingu vatnsveitu þar til að trygga að ekki komi til vatnsþurrðar í suðurhluta sveitarfélagsins í tengslum við gerð Vaðlaheiðaganga.  

Fjallað var um málið á fundi sveitarstjórnar nýverið en fram kom að Norðurorka vísar til jákvæðra samfélagsáhrifa af lögn frá Garðsvík umfram áhrifa lagnar frá Akureyri, yfir Leiruveg. Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri fór á fundinum yfir stöðu mála og samskipti við Norðurorku. Verið er að skoða tvær leiðir. Annars vegar lögn frá Akureyri og hins vegar lögn frá Garðsvík. Vegagerðin er tilbúin til að borga lögnina frá Akureyri þar sem hún er ódýrari en Norðurorka vill frekar leggja Garðsvíkurveitu.  Fram kemur í bókun að Norðurorka telji það betri kost fyrir sveitarfélagið. Vinnuhópurinn mun fara yfir málið með Norðurorku áður en ákvörðun verður tekin.

Nýjast