Reynt er að höfða sérstaklega til drengja þar sem að þeir eiga það til að vera fikta með flugelda, taka þá í sundur og safna púðrinu saman til að reyna að búa til öflugri sprengjur. Þessar heimatilbúnu sprengur eru stórhættulegar og hafa oft valdið miklum skaða. Það hefur sýnt sig að það eru drengir á aldrinum 9 - 16 ára sem verða helst fyrir skaða af völdum flugelda, segir á vef Slökkviliðsins.