Fanndís og Ólafur knapar ársins í barna- og unglingaflokki Léttis

Uppskeruhátíð barna og unglinga hjá hestamannafélaginu Létti var haldin sl. sunnudag í reiðhöll félagsins. Knapar ársins 2010 voru valin þau Fanndís Viðarsdóttir í unglingaflokki og Ólafur G. Ólafsson Gros í barnaflokki. Er þetta í annað skiptið í röð sem Ólafur hlýtur verðlaunin.

Þá var Þóra Höskuldsdóttir valinn Gæðingaknapi ársins. Einnig var veitt verðlaun fyrir mestu framfarir á reiðnámkeiði og var það Kolbrún Malmquist sem hlaut þau verðlaun.

Nýjast