11. september, 2010 - 19:29
Fréttir
Færri brúðkaup hafa verið á Akureyri í sumar en verið hefur undanfarin sumur samkvæmt upplýsingum sem Vikudagur hefur frá Akureyrarkirkju og
Glerárkirkju. Þá virðist starfsfólki einnig að mun minna sé lagt upp úr slíkum athöfnum en áður var. Athafnir í
báðum kirkjum hafa verið færri en undanfarin ár, en tölur liggja ekki fyrir. Raunar voru fremur fáar athafnir í Glerárkirkju í fyrra
líka en þær skiptast á tvær kirkjur, Glerárkirkju og þá er alltaf nokkuð um að fólk kjósi að láta gefa sig saman
í Lögmannshliðarkirkju.