Þó að Þór/KA hafi náð öðru sæti Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu sl. helgi er óvíst hvort liðið leiki í Meistaradeild Evrópu að ári. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ gefur UEFA út lista ár hvert þar sem hver þjóð fær úthlutað ákveðið mörg sæti í Evrópukeppni.
Ísland fékk í ár tvö sæti í fyrsta skipti, en vegna breyttra útreikninga hjá UEFA er óvíst hvort Ísland fái eitt eða tvö Evrópusæti á næsta ári en það skýrist í næstu viku.