„Erum með betra lið en Haukarnir”

Það verður boðið upp á stórleik í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld er Akureyri Handboltafélag og Haukar mætast kl. 19:00 í N1-deild karla í handbolta. Tvö stig skilja liðin að fyrir leikinn. Akureyri hefur sex stig í öðru sæti deildarinnar en Haukar hafa fjögur stig í fjórðu sæti.

Stefán Guðnason, markvörðurinn stóri og stæðilegi í liði Akureyrar, er kokhraustur fyrir leikinn í kvöld. „Haukarnir eru erfiðir en ég vil meina að við séum með betra lið en þeir,“ segir Stefán.

 Hinn þaulreyndi hornamaður Hauka, Einar Örn Jónsson, á von á jöfnum leik í Höllinni. „Þessi leikur leggst mjög vel í mig. Okkur hefur gengið mjög vel fyrir norðan en það eru vissulega aðrir tímar núna og við erum t.d. með mun yngra lið en oft áður,“ segir Einar.

Nánari upphitun um leikinn í nýjasta tölublaði Vikudags.

Nýjast