Enn eitt tapið hjá Þór

Stúlkurnar í Þór léku sinn fyrsta heimaleik í gærdag í 1. deild kvenna í körfubolta er liðið varð að sætta sig við svekkjandi eins stigs tap, 42:43, gegn Grindavík-B í Síðuskóla. Leikurinn var afar jafn en Þórsarar leiddu með einu stig í hálfleik, 24:23. Þar með hefur Þór tapað öllum sínum fjórum leikjum í deildinni og vermir botnsætið án stiga. Grindavík hefur tvö stig í næstneðsta sæti.

Nýjast