Enginn frá KA í landsliðshóp karla í blaki

Búið er að velja lokahóp íslenska karlalandsliðsins í blaki sem tekur þátt í undankeppni EM smáþjóða í Möltu dagana 17.- 21. júní. Athygli vekur að ekkert pláss er fyrir neinn leikmann í hópnum frá þreföldu meistaraliði KA frá því í vor. Hilmar Sigurjónsson fyrirliði KA er meiddur en nokkuð víst þykir að hann hafi verið valinn væri hann heill. Fyrrum KA- mennirnir þeir Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir eru þó á sínum stóð í hópnum.

Íslenski hópurinn skipar eftirtalda leikmenn:

 

Reynir Árnason, HK
Brynjar Júlíus Pétursson, HK
Orri Þór Jónsson, HK
Valgeir Valgeirsson, HK
Ólafur J. Júlíusson, HK
Hörður Páll Magnússon, Þróttir R
Valur Guðjón Valsson, Þrótti R.
Emil Gunnarsson, Stjörnunni
Róbert Karl Hlöðversson, Stjörnunni.
Hafsteinn Valdimarsson, Aalborg HIK
Kristján Valdimarsson, Aalborg HIK

Nýjast