Á Norðausturlandi voru GSM sendar gangsettir á Gunnólfsvíkurfjalli, á Þórshöfn á Langanesi, Viðarfjalli í Þistilfirði, á Raufarhöfn, Snartarstaðanúpi á Melrakkasléttu og við Tjörnesvita. Með tilkomu sendanna er nú í fyrsta sinn komið GSM samband á stærstan hluta Tjörness og stór svæði á Melrakkasléttu. Vegfarendur um Öxafjarðarheiði geta einnig notað GSM síma á hluta heiðarinnar en þar til nú hefur ekkert GSM samband verið þar. Þá tryggja sendarnir örugga GSM þjónustu langt á haf út og á Sandvíkurheiði og Brekknaheiði.
Á sunnanverðum Vestfjörðum voru þrír sendar gangsettir um helgina, tveir í Arnarfirði og einn á Bíldudal. Sendarnir við Arnarfjörð tryggja GSM samband við fjörðinn og upp á Hrafnseyrarheiði en sendirinn á Bíldudal þjónustar kaupstaðinn auk þess að ná vel upp á Hálfdán - heiðina milli Bíldudals og Tálknafjarðar. Þá komst GSM samband á stóra hluta Dynjandisheiðar en þar er unnið að uppsetningu fjórðu sendistöðvarinnar á svæðinu. Gott samband er í Dynjandisvog og á Bíldudalsflugvelli.
Á Norðvesturlandi hafa nýir sendar í Varmahlíð og á Skagströnd þétt GSM sambandið verulega á umræddum svæðum og aukið gagnaflutningshraða, sem nýtist þeim skoða netið í GSM símanum eða í farímatengdri fartölvu.
GSM þjónustusvæði Vodafone hefur stækkað mikið á undanförnum mánuðum. Þjónustusvæðið er það stærsta sinnar tegundar á Íslandi og stækkar umtalsvert í hverjum einasta mánuði. Ekkert lát er á þeirri uppbyggingu, því þótt 62 nýir GSM sendar séu komnir í notkun á árinu er ráðgert að setja upp tæplega 80 senda til viðbótar á síðari hluta ársins. Vodafone er afar stolt af því, að hafa tekið frumkvæðið í uppbyggingu GSM þjónustu á landsbyggðinni og fest sig í sessi sem fjarskiptafélag fyrir fólk um allt land, segir í fréttatilkynningu.