Eldvarnaátak hófst í Lundar- skóla á Akureyri í morgun

Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hófst í morgun og af því tilefni heimsóttu slökkviliðsmenn og eldvarnareftirlitmaður frá Slökkviliði Akureyrar, nemendur og starfsfólk Lundarskóla. Með í för voru formaður LSS, Sverrir Björn Björnsson, Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri og fleiri.  

Átakið var formlega opnað í kennslustund hjá nemendum í 3. bekk, þar sem farið yfir helstu atrði varðandi og eldsvoða og eldvarnir. Einnig fengu börnin að spyrja gestina ýmissa spurninga. Í framhaldinu tóku nemendur og starfsfólk þátt í rýmisæfingu í skólanum. Reykur var framleiddur í ákveðnu rými og því þurftu allir að yfirgefa skólahúsnæðið, samkvæmt ákveðnu skipulagi, sem gekk mjög vel. Helstu styrktaraðilar eldvarnaátaksins eru; TM, Brunamálastofnun, Brunabót, Neyðarlínan og SHS.

Nýjast