Eldur logaði í bíl

Slökkvilið Akureyrar var kallað í Kjarnagötu nú á fjórða tímanum, þar sem eldur logaði í bifreið á bílaplani. Betur fór en á horfðist og tókst eigandum að slökkva eldinn með duftslökkvitæki áður en slökkviliðið kom á vettvang. Engin slys urðu á fólki en einhverjar skemmdir á bílnum.  

Samkvæmt upplýsingum á vettvangi var eigandinn að leggja bílnum á bílaplaninu heima hjá sér þegar hann varð var við eld undir honum miðjum. Hringt var í slökkviliðið en eigandanum tókst að slökkva eldinn sem fyrr segir.

Nýjast