Eldur kom upp í gamla bænum í Laufási í kvöld

Eldur kom í hlóðareldhúsi í gamla bænum í Laufási í Grýtubakkahreppi í kvöld. Slökkviliðið á Grenivík var kallað á staðinn kl. 20:45 og var komið á staðinn rúmum 15 mínútum síðar. Tveir menn úr slökkviliðinu voru í Laufási þegar eldurinn kom og náðu þeir að rjúfa þekjuna og slökkva eldinn með slökkvitækjum og garðslöngum áður en slökkviliðið kom á staðinn.  

Að sögn Guðna Sigþórssonar slökkviliðsstjóra á Grenivík urðu einhverjar skemmdir í gamla bænum en á þessu stigi er ekki hægt að segja til um hversu miklar þær eru. Rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri er komin á staðinn og fer með rannsókn málsins. Guðni sagði að samkvæmt því sem næst verður komist hafi hlóðareldhúsið ekki verið notað frá því um síðustu jól. Hann sagði að leitað hafi verið eftir aðstöð Slökkviliðs Akureyrar, þarf sem mikið er af þurru torfi í gamla bænum en að slökkviliðinu hafi verið snúið við eftir að búið var að ráða niðurlögum eldsins.  

Nýjast