Ekkert flogið til og frá Akureyri

Ekkert hefur verið flogið til eða frá Akureyri eftir kl. 08 í morgun vegna sólarhringsverkfalls slökkviliðsmanna. Tvær vélar komu og fóru áður en verkfallið skall á kl. 08.  Hugmydir hafa verið uppi um að fljúga annað hvort á Húsavík eða Sauðárkrók og aka síðan farþegum til Akureyrar. Þá yrði að notast við slökkviðiðsmenn sem eru starfsmenn flugvallanna og sem ekki eru í verkfalli, en Landsamband slökkviliðsmanna telur að slíkt sé verkfallsbrot, enda væri þá óbeint verið að ganga í störf verkfallsmanna. Enn er verið að funda um hvort slík hjáleið sé lögleg.  Mjög rólegt hefur því verið á Akuryerarflugvelli í morgun og umferðin þar einkum snúist um að fólk sé að forvitnast um stöðu mála.

Nýjast