Eiríkur með 985 þús í mánaðarlaun

Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri er með 985.000 kr. í mánaðarlaun, sem er svipað og fyrirrennari hans var með í laun. Til viðbótar þessu fær hann greiðslur samkvæmt akstursdagbók. Þetta kemur fram í úttekt Morgunblaðsins í morgun á launum bæjarstjóra vítt og breitt um landið. Í ljós kemur að laun bæjarstjóra virðast ekki vera í miklu samræmi við stærð bæjarfélaga.

Þannig eru laun Eiríks heldur lægri en bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu og einnig nokkru lægri en bæjarstjóra ýmissa mun smærri sveitarfélaga s.s. Sandgerðis og Fjarðabyggðar . Tveir umsækjendur um bæjarstjórastólinn hafa verið ráðnir bæjarstjórar annars staðar en það eru: Ásgeir Magnússon í Mýrdalshreppi sem verður með 680 þúsund á mánuði auk aksturs samkvæmt dagbók og Björn Ingimarsson á Fljótsdalshéraði sem verður með 926 þúsund auk aksturs samkvæmt dagbók.

Nýjast