Þetta er meðal þess sem fram kemur í bókun sem Ólafur Jónsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram og samþykkt var í bæjarráði í morgun. Þar segir ennfremur: Bæjarráð hefur skilning á hagræðingu í rekstri og forgangsröðun verkefna hjá Landhelgisgæslunni, en áréttar að leitað verði allra leiða til að niðurskurður komi ekki niður á öryggi sjómanna.