Eining- Iðja styrkir Velferðarsjóðinn

Mörg heimili á Eyjafjarðarsvæðinu eru illa stödd fjárhagslega og þurfa á aðstoð að halda. Því má ger…
Mörg heimili á Eyjafjarðarsvæðinu eru illa stödd fjárhagslega og þurfa á aðstoð að halda. Því má gera ráð fyrir miklum fjölda umsókna um jólaaðstoð árið 2022. Mynd á vefsíðu Einingar-Iðju

Eining-Iðja hefur afhent Velferðarsjóðnum á Eyjafjarðarsvæðinu styrk að upphæð kr. 1.100.000. Félagið hefur í mörg ár styrkt Jólaaðstoðina, samstarfverkefni Mæðrastyrksnefndar, Rauða krossins, Hjálparstarfs kirkjunnar og Hjálpræðishersins á Akureyri sem hefur staðið yfir frá árinu 2013. Þetta samstarf hefur gengið mjög vel og ákváðu félögin í fyrra að stofna Velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðis og er samstarfið nú á ársgrundvelli en ekki einungis fyrir jólin. 

Um miðjan nóvember hófst fjáröflun vegna jólaaðstoðarinnar og á sama tíma opnaði sjóðurinn nýja heimasíðu, www.velferdey.is, þar sem má nálgast upplýsingar um velferðaraðstoð sem sjóðurinn veitir, til að byrja með er áhersla lögð á að kynna jólaaðstoðina 2022. Rafrænar umsóknir um jólaaðstoð fara í gegnum síðuna og vonast sjóðurinn að rafrænar umsóknir geri ferlið auðveldara fyrir alla sem málið varðar. Með tímanum má svo búast við frekari upplýsingum á síðunni, til dæmis um bjargráð og aðra aðstoð sem í boði er hér á svæðinu. 

410 fjölskyldur fengu jólaaðstoð í fyrra

Markmið verkefnisins er að styðja efnaminni fjölskyldur og einstaklinga á Eyjafjarðarsvæðinu og kemur fram á heimasíðunni að söfnunarféð er notað til kaupa á gjafakortum sem einstaklingar geta verslað mat fyrir. „Samtals fengu 410 fjölskyldur og einstaklingar jólaaðstoð árið 2021. Á árinu 2022 hefur orðið mikil fjölgun umsókna og búast má við því að jólaaðstoðin verði engin undantekning á því. Mörg heimili á Eyjafjarðarsvæðinu eru illa stödd fjárhagslega og þurfa á aðstoð að halda. Því má gera ráð fyrir miklum fjölda umsókna um jólaaðstoð árið 2022. Stjórn velferðarsjóðsins þakkar fyrirtækjum, einstaklingum og samtökum fyrir ómetanlegan stuðning í gegnum árin og vonast eftir góðum viðtökum þetta árið,“ segir jafnframt á síðunni.

Sjóðurinn aðstoðar fólk um allan Eyjafjörð, frá Fjallabyggð að Grenivík. 

 


Athugasemdir

Nýjast