“Ein með öllu og allt undir,” á Akureyri um helgina

Lokasprettur undirbúnings fyrir verslunarmannahelgina á Akureyri er nú hafinn og bærinn óðum að taka á sig ennþá vingjarnlegri og fegurri svip en hann skartar þó dags daglega.  

Götuvitar bæjarins senda bílstjórum hjartalaga bros á rauðu ljósi og grasbletturinn á Ráðhústorgi er iðjagrænn og vinsæll til útiveru í blíðviðrinu. Yfirskrift hátíðahalda á Akureyri um verslunarmannahelgina er: "Ein með öllu og allt undir" og verður fjölbreytt dagskrá í boði um allan bæ. Því ætti bæjarbúar og gestir á öllum aldri að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Margrét Blöndal, framkvæmdastjóri hátíðahaldanna, segir að þemað sé elskulegheit og að árangurinn verði mældur í brosum.

Nýjast