Eimskip Flytjandi skrifar undir saming við Ríkiskaup
Eimskip Flytjandi og Ríkiskaup hafa skrifað undir rammasaming til tveggja ára með endurnýjunarákvæðum að samningstíma loknum. Samningurinn
felur í sér innanlandsflutninga fyrir ríkisstofnanir um land allt sem nær til allra vöruflutninga innanlands á öllum
áætlunarleiðum Eimskips Flytjanda og samstarfsaðila Flytjanda. Landflutningar Samskip voru áður með þennan samning.
Eimskip Flytjandi rekur öflugt þjónustunet í flutningum á Íslandi með þjónustumiðstöðvar í öllum landshlutum og alls 80 afgreiðslustaði. Stærstu Þjónustumiðstöðvarnar eru á Akureyri, Ísafirði, Reyðarfirði, Egilsstöðum, Neskaupstað, Selfossi og í Vestmannaeyjum. Hjá Eimskip Flytjanda starfa um 180 starfsmenn, auk starfsmanna samstarfsaðila sem eru vel á annað hundrað. Guðmundur Nikulasson framkvæmdastjóri Eimskips Innanlands segir " Það er ánægjulegt að Ríkiskaup hefur valið Eimskip Flytjanda sem aðal samstarfsaðila í flutningum innanlands og það er ákveðin viðurkenning fyrir þjónustu Flytjanda og starfsfólk þess".