Ég vil skýra og hnitmiðaða stjórnarskrá

Kolbeinn Aðalsteinsson skrifar

Ég býð mig fram til Stjórlagaþings, endilega kynnið ykkur málefni mín. Ég hef samvisku og sannfæringu fram að færa til stjórnlagaþingsins og vilja að standa og falla með mínum ákvörðunum og áliti. Ég er óháður stundarhagsmunum, flokkum, félaga-samtökum og hagsmunahópum. Er einn af níumenningum, ákærður fyrir meinta ógnun við sjálfræði Alþingis í desember 2008.

Áherslur mínar eru:

Betra stjórnkerfi STRAX.

Ég vil skýra og hnitmiðaða stjórnarskrá, samda af þjóðinni fyrir fólkið í landinu á máli sem við öll skiljum.


Stjórnvöld skulu stefna að gera betur, fá aðhald og ekki streitast á móti þegar þau eru í röngu.

Auðlindir skulu í þjóðareigu og nýting þeirra skal vera sjálfbær!

Setja þarf ákvæði um lágmarks lífskjör. Mannréttindi verða að vera óháð efnahag!


Mannréttindi, tjáningarfrelsi, atvinnufrelsi, friðhelgi einkalífs og friðhelgi heimilis. 
Með skilgreiningu á friðhelgi heimilis, vil ég takmarka rétt fólks til að mótmæla við heimili fólks og þrengja að heimildir til að bera fólk út af heimilum sínum. Sálarlífs saklausra lántakanda jafnt sem "sekra" stjórnmálamanna og útrásarvíkinga ber að virða. Tryggja þarf grunndvallar mannréttindi landsmanna.

Ég vil leyfa fólkinu að taka þátt í stjórnun landsins þegar það óskar þess. Fólkið geti krafist þjóðaratkvæðisgreiðslu svo og lagt fram frumvörp.


Forsetinn á að vera málsvari og sameiningartákn almennings. Forsetinn hefur þegar vald til að koma með frumvörp og gæti unnið fyrir hönd almennings, fært löggjafavaldinu og framkvæmdavaldinu aðhald eftir óskum almennings.


Ef við eigum samleið, bið ég um stuðning þinn í komandi kosningu. Ég mun svara öllum spurningum í síma 8636965, eða með tölvupósti kolli.adall@gmail.com og gegnum Fésbókina.

Höfundur er frambjóðandi til stjórnlagaþings nr. 7143.

Nýjast