Efstu lið Pepsi- deildarinnar mætast á Þórsvelli í kvöld

Heil umferð í Pepsi- deild kvenna í knattspyrnu fer fram í kvöld. Stórleikur umferðarinnar verður án efa á Akureyri þar sem tvö efstu lið deildarinnar mætast á Þórsvelli kl. 19:00, Þór/KA og Valur. Eftir þrjár umferðir er Valur á toppi deildarinnar með níu stig, en Þór/KA hefur sjö stig í öðru sæti.

Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Þórs/KA, segir sitt lið eiga helmings möguleika á að vinna í kvöld. "Þetta verður bara spurning um hvort liðið mætir ákveðnari til leiks," segir Rakel, en nánar er rætt við fyrirliðann í Vikudegi í dag.

Aðrir leikir kvöldsins í Pepsi deildinni eru:

FH- Fylkir

Afturelding- Grindavík

KR- Breiðablik

Stjarnan- Haukar

Nýjast