Að sögn lögreglunar á Akureyri róaðist maðurinn þó fljótt og ekki kom til átaka. Sá sem brá hnífnum á loft reyndist hafa fengið sér aðeins í aðra tána en við prófun lögreglu reyndist áfengismagn það lítið að ekki var kallað eftir áframhaldandi rannsókn. Tveir farþegar bílanna voru fluttir á slysadeild Sjúkrahúss Akureyrar eftir áreksturinn en meiðsli þeirra voru minniháttar.